Þunglyndi er smitandi

Félagslegir þættir þunglyndis og mikilvægi þeirra fyrir meðferð og sjálfshjálp

Fyrirlesari Dr. Michael Yapko, sálfræðingur

Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Dáleiðslufélags Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði 1. október 2013 í Háskóla Íslands.

 

milton Ericson

Kynning á heimildarmyndinni ,Wizard of the Desert'

Heimildarmyndin ,Wizard of the Desert' fjallar um einstakt lífshlaup og starfsferil bandaríska geðlæknisins Milton H. Erickson, frumkvöðul nútíma dáleiðslumeðferðar. Erickson bjó yfir einstæðum hæfileikum og næmni á sviði dáleiðslu svo eftir var tekið. Hann fór nýjar óhefðbundnar leiðir sem varð til að gjörbylti fyrri hugmyndum um nálgun og notkunarmöguleika dáleiðslu. Ekki er orðum aukið að fullyrða að Erickson megnaði að finna lausn á marvíslegum vanda sem aðrir fagaðilar stóðu ráðþrota gagnvart. Auk þess nýtti hann dáleiðslu í eigin þágu með verulega góðum árangri. Með sjálfsdáleiðslu gat hann stemmt stigu við íþyngjandi heilsuvanda af völdum langvarandi sársauka og lömunarveiki.

 

Myndband með Milton H. Ericson