Velkominn á heimasíðuna okkar. Tilgangur hennar er að kynna félagið, dáleiðslu, félagsmenn og þjónustu þeirra. Að auki er henni ætlað að skýra frá því sem er á dagskrá á vegum félagsins eða systursamtaka, skapa aðgengi að félaginu og geyma margvíslegt efni sem almenningur jafnt sem félagsmenn geta nýtt sér.

Þá viljum við ennfremur tryggja að almenningur fái sem réttasta mynd af því hvað dáleiðsla felur í sér og hafi aðgang að þeim fagmönnum og þjónustu sem hægt er að treysta. Allir félagsmenn í Dáleiðslufélagi Íslands hafa langa háskólamenntun að baki og hafa hlotið löggildingu í einhverri þeirri heilbrigðisstétt sem fæst við að færa líðan fólks til betri vegar.

Jafnt og þétt munum við gera þessa heimasíðu ítarlegri og gagnlegri. Frekara efni mun því birtast eftir því sem það verður til.