Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Stefan Hammel sem er vel þekktur í Þyskalandi verður með námskeið hjá Dáleiðslufélagi Íslands föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.

Að umbreyta lífi fólks með „Hypno-Systemic Therapy“.

Skapandi meðferð fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

Dagur 1

„Therapeutic Storytelling“ – vinnustofa um það hvernig á að nota og búa til sögur fyrir og með skjólstæðingum, í því skyni að stuðla að umbreytingu og lækningu.

Við munum kanna hvernig við getum sjálfkrafa fundið og búið til árangursríkar meðferðarsögur (myndlíkingar eða örsögur) í hvaða aðstæðum sem er með því að nýta eigin myndlíkingar skjólstæðinga. Til dæmis með því að nota orðfærið sem þeir nota þegar þeir segja frá sér. Við munum læra hvað gerir sögu árangursríka í meðferð, hvernig hægt er að smíða meðferðarsögur og samþætta þær inn í meðferðarlotu.

Dagur 2

„Therapeutic Modelling“ – aðferð svipuð og „constellation work“ eða partavinnu byggð á samtalsdáleiðslu (Erickson) og hugsmíðahyggju (Watzlawick). Aðferðin hentar bæði fyrir vinnu með einstaklinga og pör, fjölskyldur, teymi, fyrir börn o.s.frv.

Byrjað er að vinna með paravanda fyrir einstaklinga fyrri part dags og svo áfram fyrir viðtöl við pör síðdegis. Síðari dagurinn er þó algerlega nauðsynlegur fyrir þá sem sinna dáleiðslumeðferð og vinna alla jafnan aðeins með einstaklingum.

Námskeiðið kostar 48.000 kr. fyrir félaga DÍ.

Skráning fer fram hjá ritari@dfi.is

Um námskeiðshaldarann:

Stefan Hammel er fæddur 1967 og starfar sem barna- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, dáleiðari, prestur á sjúkrahúsi í Þýskalandi og er höfundur nokkurra bóka, til dæmis:

  • Handbook of Therapeutic Storytelling. Stories and Metaphors in Psychotherapy, Child and Family Therapy, Medical Treatment,  Coaching and Supervision (Routledge 2018),
  • The Blade of Grass in the Desert: Storytelling – Forgotten Medicine. A Story of 100 Stories (impress 2018)
  • Therapeutic Interventions in Three Sentences. Reshaping Ericksonian Therapy.by talking to the Brain and Body (Routledge 2019)
  • Transforming Lives with Hypno-Systemic Thearpy.  A Practical Guide (Routledge 2024)

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Dagskrá til sumars

7. febrúar 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

6. mars 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

10. apríl 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

Aðalfundur – fyrir 1. maí

8. maí 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

24 – 25 maí Námskeið Stefan Hammel (fös-lau) (staðsetning fer eftir fjölda)

5. júní 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

11-16 júní Alþjóðaráðstefnan Kraká

Birt í Fréttir, Fundir | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá til sumars

Námskeið 20 desember

Nú er aftur stutt námskeið hjá Alþjóðafélaginu.

Leiðir til að ná markmiðum

Hypnotic Strategies to Help Patients Achieve Their Goals By Arnoldo Téllez, PhD

Wednesday, December 20, 2023

17:00 – 20:00 CET

The participants will learn and experience beneficial hypnotic strategies to increase the probability of achieving their goals using Active-alert hypnosis and sleep-like hypnosis techniques to produce a hypnotic age progression phenomenon.

Birt í Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Námskeið 20 desember

Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Á degi dáleiðslunnar í minnast félagar Jakobs Jónassonar geðlæknis sem var frumkvöðull í dáleiðslu á Íslandi.

Dagurinn er að þessu sinni haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00 í Hannesarholti.

Formaður Dáleiðslufélags Íslands mun kynna félagið fyrir áhugasömum aðilum í Hljóðbergi, sal Hannesarholts. Hann er nýkominn frá ráðstefnu Evrópufélagsins og segir fréttir af því helsta sem þar bar góma. Kynningin er ókeypis. Að henni lokinni er hægt að versla veitingar á efri hæð Hannesarholts og ræða málin áfram. Allir velkomnir. Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa með sér gesti.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Næsta námskeið er 15. nóvember

Dr. Gisela Perren-Klinger

Five basic techniques in dealing effectively with High Stress (Trauma) Consequences   

Wed, 15 Nov 2023 I 17-20 CET

Birt í Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið er 15. nóvember

Næsta námskeið 18. október

Kynning á næsta mánaðarlega masterclass. Að nota dáleiðslu í geðlækningum.  

Viðtal sem Enayat Shahidi tók við Stephane Radoykov, er sýnilegt á YouTube rás félagsins íg engum þennan hlekk:

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið 18. október

Kæru félagar,


Kynning á næsta fyrirlestri sem er á miðvikudag. 

Viðtal Enayat Shahidi við Andreas Kollar, á YouTube rás Alþjóðafélagsins:

Smellið hér til að skrá ykkur. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Kæru félagar,

Fyrirlestur 20. september

Næsti fyrilestur í boði Alþjóðafélagsins nefnist:

The power of silence in hypnotherapy: Where hypnotherapy meets brainspotting

Flytjandi er Andreas Kollar, sem er klinískur sálfræðingur.

Stutt CV á ensku:

Andreas Kollar is a Clinical Psychologist, Health Psychologist, Sport Psychologist, and Coach living in Vienna, Austria.

He is the past president of the Milton Erickson Society Austria (MEGA) and a trainer and supervisor for clinical hypnosis. He has worked for ten years in psychiatric institutions and more than 12 years in a private practice. He is the author of two books; at least a third is in the making

Abstract:

Brainspotting is a method that was developed by David Grand out of EMDR and is a trauma-integration method. 

In this workshop, you will learn about the most essential elements of Brainspotting to use within a hypnotherapeutic frame. Particular emphasis is placed on the technique and posture of minimal intervention for maximum development, which is rooted in the client-responsive approach of Ernest Rossi. The focusing technique presented here can be excellently combined with experience-activating, hypnosomatic approach, and hypnotherapeutic methods.

The facilitator will demonstrate how Brainspotting works inside a hypnotherapeutic frame and how silence can enhance the effect of hypnotic suggestions. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur 20. september

Fyrirlestur frá Alþjóðafélaginu

Dr. Lars-Eric Uneståhl um dáleiðslu, sjálfsstjórn og heilsu


Stutt kynning í boði Alþjóðafélagsins. 

Enayat Shahidi talar við Lars-Eric Uneståhl, um fyrirlesturinn miðvikudag 23 ágúst:

Smellið hér til að skrá ykkur. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur frá Alþjóðafélaginu

Fyrirlestur 19. júlí 2023

Alþjóðafélagið býður ykkur á mánaðarlegan Masterclass með Camillo Loriedo

Að vinna með hið ósýnilega (Working with the invisible: Recognizing and using minimal cues in hypnotic diagnosis and treatment)

Viðtal Enayat Shahidi við Camillo Loriedo er nú aðgengilegt á YouTube rás alþjóðafélagsins:T

Birt í Fréttir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur 19. júlí 2023